1

Leita að lausum bás

Básinn samanstendur af tveimur 80cm. slám sem þú getur ráðstafað eins og þú vilt. Við mælum með að raða snyrtilega í básinn þinn og eftir stærð til þess að auðvelda öðrum verslunarferlið.

Trendport útvegar þér eins mörg herðatré og þú þarft í básinn þinn hverju sinni. Við viljum vekja athygli á því að það er alltaf hægt að fylla á básinn og mælum við alltaf með að gera það frekar en að yfirfylla hann svo að aðgengi til þess að skoða fötin verði gott.

Með básnum koma stærðarperlur (xs-xl) sem við mælum með að nota. En það auðveldar öðrum verslunarferlið til muna.

Trendport útvegar S-hanka fyrir töskur, trefla, slæður, belti og aðra fylgihluti.

Þér stendur til boða að setja yfirhafnir og síða frakka eða kjóla á sérstakan yfirhafnarbás. Það má setja eins og pláss leyfir en við mælum með að setja færri og fylla á svo allir geti notað hann

Allir skór fara á sérstakan skóvegg þar sem öllum skóm verður raðað eftir númerum. Með hverjum bás fylgir hillupláss fyrir þrjú pör á meðan pláss leyfir en við mælum með að dreifa fjöldanum yfir leigutímann.

Með básnum þínum fylgja þjófavarnir fyrir flíkur/fylgihluti sem þú verðmetur á 7.000 kr. Eða meira. Þú velur hvort þú viljir nota þær eða ekki. Við mælum með að setja þjófavarnir á allar dýrari flíkur/fylgihluti.