Við bjóðum nú upp á þjónustuna "setja upp bás" sem felur í sér að eftir að vörur eru skráðar inn í kerfið þá er hægt að koma með vörurnar og við merkjum þær og setjum upp básinn og kostar það 6.990 kr. Þá tökum við að okkur að sækja vörur og kostar það 2.500 kr. innanbæjar og 5.000 kr. á höfuðborgarsvæðinu og þarf að senda tölvupóst á trendport@trendport.is ef þess er óskað.
1
Leita að lausum bás
Fullorðinsbás inniheldur eina 80 cm slá og eina 80 cm hillu og eina skóhillu sem þú getur ráðstafað eins
og þú vilt. Við mælum með að raða snyrtilega í básinn þinn og eftir
stærð til þess að auðvelda öðrum verslunarferlið. Barnabás inniheldur tvær 80 cm slár og tvær 80 cm hillur.
Trendport útvegar þér eins mörg herðatré og þú þarft í básinn þinn
hverju sinni. Við viljum vekja athygli á því að það er alltaf hægt að
fylla á básinn og mælum við alltaf með að gera það frekar en að
yfirfylla hann svo að aðgengi til þess að skoða fötin verði gott.
Barnabás: Með básnum koma litaperlur til að merkja stærðir barnafatnaðar, sem við mælum með að séu notaðar til að auðvelda öðrum verslunarferlið.
Fullorðinsbás:
Með básnum koma stærðarperlur (xs-xl) sem við mælum með að séu notaðar til að auðvelda öðrum verslunarferlið
Trendport útvegar S-hanka fyrir töskur, trefla, slæður, belti og aðra
fylgihluti.
Með básnum þínum fylgja þjófavarnir fyrir flíkur/fylgihluti sem þú
verðmetur á 7.000 kr. Eða meira. Þú velur hvort þú viljir nota þær eða
ekki. Við mælum með að setja þjófavarnir á allar dýrari
flíkur/fylgihluti.