Um fyrirtækið

Trendport, kt: 580520-0730, VSK: 137700, Hafnargata 60, 230 Reykjanesbæ

Sími: 456-7444 - netfang: trendport[at]trendport.is

Opnunartímar

Trendport er opið á eftirfarandi tímum:

  • Mánudag - föstudags: 11:00 - 18:00
  • Laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 16:00

Lokunardagar árið 2020 eru eftirfarandi:

  • 10. apríl (föstudagurinn langi)
  • 12. apríl (Páskadagur)
  • 1. maí (Verkalýðsdagurinn)
  • 31. maí (hvítasunnudagur)
  • 17. júní (þjóðhátíðardagur Íslendinga)
  • 2. ágúst (verslunarmannahelgi)
  • 3. ágúst (verslunarmannahelgi)
  • 24. Desember (aðfangadagur)
  • 25. Desember (jóladagur)
  • 26. Desember (annar í jólum)
  • 31. Desember (gamlársdagur)

Skilmálar

Bókanir á básum eru gerðar í gegnum heimasíðuna okkar, símleiðis í síma 456-7444 eða í verslun okkar að Hafnargötu 60.

Eftir að bás er bókaður hefur þú val um að afbóka básinn ef það er gert með meira en 14 daga fyrirvara. Mikilvægt er að hafa samband við okkur í emaili trendport@trendport.is eða í síma 456-7444. Ef að bás er afbókaður með minna en 14 daga fyrirvara telst hann fullnýttur og er ekki hægt að fá endurgreiðslu. Hér er alltaf miðað við 14 dögum fyrir fyrsta dag leigutímabilsins.

Sem dæmi: ef að byrjun leigutímabils er 15.maí þarf að afbóka hann í síðasta lagi fyrir miðnætti 1.maí.

Flíkur / Fylgihlutir

Trendport tekur aðeins við vörum sem eru snyrtilegar, hreinar og vel með farnar. Trendport áskilur sér rétt á því að taka niður þær flíkur sem eru skítugar, illa lyktandi, blettóttar, götóttar eða þær flíkur sem við teljum okkur skaða ímynd verslunarinnar á einhvern hátt án fyrirvara.

Flíkur sem koma til okkar í Trendport skulu vera nýþvegnar og heillegar.

Sérstaklega skal tekið fram að allar þær flíkur og fylgihlutir sem seldir eru skulu vera eign eiganda.

Ath. vörum sem keyptar eru í Trendport fást hvorki skilað né skipt. Það er á ábyrgð kaupanda að skoða flíkina vel fyrir greiðslu og er því á ábyrgð kaupanda þegar greiðsla hefur farið fram.

Leigutímabil

Básarnir eru leigðir í 7, 14, 21 eða 28 daga í senn nema sérstaklega sé samið um annað. Lendi dagur á þínu tímabili þar sem verslunin er lokuð hefur það ekki áhrif á heildar dagafjölda bókunarinnar.

Uppsetning

Bæði er hægt að setja upp básinn sinn klukkutíma fyrir lokun daginn áður en leigutímabil hefst eða samdægurs.

Ef setja á upp básinn daginn fyrir leigutímabilið skulu viðskiptavinir mæta kl. 17:00 mánudaga til föstudags og kl. 15:00 á laugardögum og sunnudögum.

Ef setja á upp básinn samdægurs er hægt að setja hann upp klukkan 11:00 mánudaga til föstudags og kl 12:00 á laugardögum og sunnudögum.

Ef engar vörur hafa verið settar upp í básinn í lok fyrsta dags leigutímabils og ekkert samkomulag hefur verið gert um annað, má Trendport merkja básinn sem lausan og annar leigjandi getur bókað hann án þess að fyrri básaleigjandi fái básinn endurgreiddan.

Verðmerkingar

Skráning á verði vöru er alfarið á ábyrgð viðskiptavina, Trendport getur ekki tekið ábyrgð á vitlausum skráningum á verði eða afslætti í kerfinu.

Það er á ábyrgð kaupanda að skoða vel hvað hver vara kostar. Trendport endurgreiðir aldrei vöru sem hefur verið greitt fyrir vegna þess að vitlaust var litið á verðmiða.

Þjófavarnir Ótakmarkað magn af þjófavörnum fylgja með í leiguverðinu. Húsnæðið er vaktað með öryggismyndavélum, þjófavarnarhlið er við innganginn og starfsfólk okkar er almennt vakandi fyrir búðarþjófnaði. Trendport ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum og í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða er Trendport ekki bótaskylt. Innbústrygging þín bætir hugsanlega bruna/ vatnsskaða eða þjófnað - hafðu samband við þitt tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar um það.

Röng staðsetning á vöru

Trendport getur ekki ábyrgst að fullu að fötum sé skilað í rétta bása eftir mátun eða skoðun af viðskiptavinum í verslun. Því mælum við með að eigendur bása mæti af og til og fari yfir básinn sinn og beri saman við skráningu á seldum vörum á innri vef okkar.

Verðbreytingar og afslættir

Hafa skal samband við Trendport í gegnum síma 456-7444 eða senda okkur póst á trendport(at)trendport.is með fyrirsögninni verðbreyting til þess að láta vita af breytingum á verði á sérstökum vörum. Alltaf þarf að prenta út nýtt strikamerki fyrir þessar vörur en að prenta út auka strikamerki kostar 200kr. (100 límmiðar).

Ef básaleigjendur setja afslátt á básinn sinn þarf að láta starfsfólk Trendport vita svo hægt sé að setja upp afsláttarmiða á básinn. Básaleigjendum er frjálst að sjá um það sjálfir en miðana er hægt að nálgast í afgreiðslu. Eftir að afsláttur hefur verið settur á í kerfinu kemur hann sjálfkrafa inn þegar vara er skönnuð svo ekki er þörf á að verðmerkja aftur.

Sjálfstæður rekstur

Einstaklingar í fyrirtækjarekstri ber ábyrgð á öllum upplýsingum sem snúa að skatti. Ef VSK-skráð félag stendur fyrir sölu í básnum þarf að tilkynna það til Trendport.

Lok leigutímabils og bás tæmdur

Básinn þarf að vera tómur í seinasta lagi 1 klst. fyrir lokun þ.e. kl.17 mánudaga til föstudags en kl.15 á laugardögum og sunnudögum, síðasta dag leigutímabilsins. Gott er að gefa sér góðan tíma til að taka niður básinn ásamt því að láta starfsfólk taka allar þjófavarnir af. Ekki er hægt að fara fram á að nýjir básaleigjendur bíði eftir að gamlir básaleigjendur mæti til að taka básinn sinn niður ef það er minna en klukkutími í lokun.

Ef að þessu er ekki fylgt eða sérstaklega samið um annan tíma við okkur fyrirfram tekur starfsfólk Trendport niður básinn og rukkar fyrir það 4.000kr. afgreiðslugjald. Ef samið er fyrirfram um að starfsfólk Trendport taki niður básinn kostar það 2.000 kr.

Mikilvægt er að hafa ávallt skilríki meðferðis þegar bás er tæmdur. Vinsamlegast gætið þess að hafa allar verðmerkingar ennþá á flíkunum þegar básinn er tekinn niður.

Trendport geymir vörur fyrir viðskiptavini sem ekki gátu tæmt básinn sinn í að hámarki 3 daga og rukkum 1000kr. geymslugjald á dag. Eftir það verða vörurnar að eign Trendports og verður þeim komið fyrir í góðgerðarbásnum okkar eða ráðstafað á annan umhverfisvænan hátt.

Framlenging á leigutíma

Básaleigjendur geta sjálfir framlengt leigutíma sínum hjá Trendport inni á “mitt svæði”. Verðið fyrir framlengda viku er það sama og fyrir fyrstu vikuna (6990kr.) svo hagstæðara er að bóka strax lengri leigutíma til að fá afslátt af viku 2, 3 og 4.

Ef þú velur að framlengja básnum þínum þegar líður á leigutímann og sami bás er laus þarftu ekkert að aðhafast. Ef sami bás er hinsvegar ekki laus þarftu að færa þig um bás og líma ný strikamerki yfir þau gömlu með réttu básanúmeri. Þú þarft EKKI að skrá allar vörurnar upp á nýtt inn á “þínu svæði”, heldur er hægt að flytja þær á milli bása í kerfinu hjá okkur.

Óskilamunir

Ef að föt eða fylgihlutir fara á flakk í versluninni, rata í vitlausan bás eða strikamerkið dettur af mun starfsfólk Trendport reyna eftir bestu getu að finna út hvar flíkin á heima, setja strikamerki á hana aftur og koma henni fyrir á sínum stað í réttum bás. Ef ekki tekst að finna út hvar flíkin á heima fer hún í óskilamuni. Þegar þú kemur að fylla á/snyrta/tæma básinn þinn mælum við alltaf með því að skoða óskilamuna slánna sem staðsett er við inngang verslunarinnar. Við geymum vörur í óskilamunum í hámark 2 vikur. Ef enginn hefur vitjað þeirra eftir þann tíma eru þær eign Trendports.

ATH: ef að flík er staðsett í öðrum bás en sínum eigin þegar hún selst þá fær samt sem áður alltaf sá sem á strikamerkið á flíkinni söluhagnaðinn.

Verð

Öll verð eru með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð geta breyst án fyrirvara.

Hagnaður greiddur og þóknun

Við lok leigutímabils millifærir Trendport út söluhagnaðinn inn á reikning og kennitölu sem gefin voru upp við bókun að frádregnum 20% þóknun sem dregin er sjálfkrafa frá samanlagðri heildarsölu. Hagnaður er alltaf greiddur inn á debetkortareikning básaleigjanda og er ekki hægt að semja um annað.

Við millifærum söluhagnaðinn inn á reikninginn þinn samdægurs eða daginn eftir að leigutíma er lokið.

Ef vara frá þér selst sem gleymdist að taka með heim eftir að básinn var tekinn niður og leigutímabili lauk færist sá hagnaður inn á þinn notanda sem inneign. Það er á ábyrgð básaleigjanda að fylgjast með hvort hann/hún eigi inneign hjá okkur og biðja um að hún verði millifærð þar sem það kemur ekki fram í kerfinu okkar eftir að tímabili lýkur. Útborgun af söluhagnaði verður að gerast innan 90 daga eftir að leigutímabili lýkur.

Trúnaður

Trendport heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum án samþykkis þíns.